Allir úti um allt...

sunnudagur, apríl 24, 2005

Síðasta prófatörnin að hefjast...

Já, nú er ég að fara að taka mín síðustu próf við Verkfræðideild HÍ. Og ég get ekki beðið eftir að vera búin! Þessi önn er búin að vera sú leiðinlegasta sem ég hef upplifað og mun ég því fegin fara héðan. Að sjálfsögðu er ekkert upplestrarfrí þar sem skólinn er búinn á fimmtudaginn og fyrsta prófið á föstudaginn. Þessir menn sem stjórna hérna eru ekki verkfræðingar fyrir ekki neitt!
Annars er það að frétta að ég er búin að panta mér far til Stokkhólms þann 26. maí og ætla að heimsækja litlu fjölskylduna. Við systurnar ætlum meira að segja að skella okkur á tónleika með Kent - það verður rosa stuð.
Við sem erum hér á landinu þurfum svo að hittast um leið og færi gefst. Reyndar er Tóta að fara til Afríku svo við erum ansi fá. En við getum skellt í eitt eða tvö stykki Eurovision partý, er það ekki?

3 Comments:

At 24 apríl, 2005 15:00, Blogger Guðlaug said...

19. og 21. maí. Verður þú heima þá, Sigrún?

 
At 25 apríl, 2005 10:15, Anonymous Nafnlaus said...

Ég er einmitt að stíla inn á það að vera komin heim frá Köben akkúrat á tíma til að ná í partý!!!
Ætla að skella mér í nokkra daga ferð til Köben og bæta mér þannig upp þann rúma mánuð sem ég verð búin að sitja inni hjá mér að læra!!!!
Við getum verið heima hjá mér-ef einhver reddar sjónvarpi.................

Brynhildur

 
At 25 apríl, 2005 10:19, Blogger Tóta said...

Heyr heyr fyrir leiðinlegri önn - gubb gubb!

 

Skrifa ummæli

<< Home