Allir úti um allt...

sunnudagur, nóvember 25, 2007

Árlega kalkúnaveislan!

Jæja, þá er komið að því að endurvekja þessa síðu sem samræmingar- og skipulagsmiðil Heimsborgaranna. Þar sem hópurinn er ennþá eitthvað að tvístrast um heiminn, en sameinast sem betur fer að miklu leyti um jólin, þá verðum við að reyna að finna okkur dag til að hittast og skella einum kalkúna í ofninn og spjalla og hlæja langt fram á nótt, eins og okkur einum er lagið.



Endilega komið með tillögu að stað og stund og sérstaklega hinir eiginlegu Heimsborgarar sem láta sjá sig á klakanum einhvern tíma fyrir jól, þar sem ykkar dagskrá er að öllum líkindum þétt skipuð. Hlakka til að heyra frá ykkur öllum!

laugardagur, október 06, 2007

I tilefni dagsins

Innilegar hamingjuóskir á brúðkaupsdaginn elsku vinir.


miðvikudagur, maí 09, 2007

Vitleysingarnir í Köben fá heimsókn!

Já, við vorum svo heppin að hann Haffi okkar kom hingað til Köben í vinnuferð í apríl. Við náðum sem betur fer aðeins í skottið á honum og fórum flott út að borða - fengum emúa, kengúrur, naut og miiiiiikið súkkulaði, nánast deadly!! Svo var nóg af dýrindis vínum til að skola þessu öllu niður. Frábært kvöld í alla staði!


Hópurinn að gæða sér á "Death by Chocolate"!



Við stelpurnar alveg að missa okkur í gleðinni!



Strákarnir tóku þessu hins vegar með stakri ró.

miðvikudagur, desember 06, 2006

Beggi í fíling!

Hæ, öll sömul!
Fyrst ég fæ ekki mynd af fjölskyldunni á Sólvallagötunni þá fáið þið mynd af honum Begga kúlurass í góðum fíling við veiðiskap í Korpu. Hann gaf sér smá tíma frá golfinu til að skreppa og veiða ekki neitt en missa einn í þeirri aumu á. Gott ef Beggi er ekki að öfunda Svenna af eina laxinum sem hann veiddi...

föstudagur, nóvember 24, 2006

Bloggleysi

Ég er orðin svo ótrúlega leið á þessari eldgömlu bloggfærslu að ég ætla að reyna að bjarga þessari síðu með þessari rosalega sætu mynd sem ég rakst á í tölvunni minni um daginn. Verði ykkur að góðu...

Kv. Tóts

fimmtudagur, júlí 13, 2006

Jæja þetta er planið!

Eitthvað hefur nú helst úr lestinni en leifin af hópnum heldur nú samt á við ævintýranna um helgina. Þar sem ég er búin að vera í sólinni í allt sumar er ég alveg æst í að komast út í rigninguna! Haldið verður í norður átt og stoppað þegar okkur sýnist svo...
Brynhildur ætlar að koma með útilegugrænmeti að vanda, sem ég ætla að skella á jörðina á vanda en í útilegum gildir ekki 5 sek reglan heldur 50 mínútna reglan svo engu er að kvíða. Sigrún ætlar að sjá um kartöflur og kaup á kjöti. Ég ætla að koma með dýrindis sósur í dós og fiskiflak. Þetta er fyrir sameiginlegan mat á laugardagskvöldið. Enginn verður formlegi kvöldmaturinn á föstudaginn og fólki er því bent á að koma með nesti (já fyrir alla helgina sko).
Lagt verður af stað í ferðina frá Langeyrarvegi 11a í Hafnarfirði stundvíslega kl. 17:00 (HAHAHA)
Tóta benti réttilega á að gefin hefur verið út stormviðvörun og fólk varað við að vera á ferð með fellihýsi. Við bjölluðum bara í veðurupplýsinga síma veðurstofunnar, sá vissi ekkert um veðrið ("nú er ekki bara vont veður á hálendinu") og bað okkur bara um að hringja á morgun:) Svo við bara fylgjumst með.

föstudagur, febrúar 03, 2006

Til hamingju með afmælið!


Þessi stórfenglega boxaraskvísa er orðin árinu eldri! Til hamingju, elsku Sigrún okkar! Í tilefni dagsins ætlum við að fá okkur bjór og rauðvín, þér til heiðurs ;o) Bestu kveðjur frá töffurunum í Danaveldi, Svenna, Guðlaugu og Tótu.

P.s. Beggi okkar, til hamingju með afmælið um daginn!