Sprauta honum í rassinn...
Já ég fór líka á aðalfund á föstudaginn og það var massastuð. Á laugardaginn var ég þreytt og svaf og á sunnudaginn fékk ég fimm sprautur í hendurnar - mikið fjör. Nú á ég ekki að geta fengið:
mýgulusótt
lifrarbólgu A og B
mænuveiki
taugaveiki
Það er nú eins gott þar sem maður er nú aldeilis að fara að leggja land undir fót! Er að vísu dálítið þreytt og vangefin í hausnum eftir þetta en það er nú ekki mikið meira en venjulega! Sem sagt fjör hjá mér um helgina.

1 Comments:
förum til egyptalands og kenya. við förum 16. maí og komum aftur 9. júní - sem sagt ógeðslega lengi! set linka við tækifæri;)
Skrifa ummæli
<< Home