Allir úti um allt...

fimmtudagur, júlí 13, 2006

Jæja þetta er planið!

Eitthvað hefur nú helst úr lestinni en leifin af hópnum heldur nú samt á við ævintýranna um helgina. Þar sem ég er búin að vera í sólinni í allt sumar er ég alveg æst í að komast út í rigninguna! Haldið verður í norður átt og stoppað þegar okkur sýnist svo...
Brynhildur ætlar að koma með útilegugrænmeti að vanda, sem ég ætla að skella á jörðina á vanda en í útilegum gildir ekki 5 sek reglan heldur 50 mínútna reglan svo engu er að kvíða. Sigrún ætlar að sjá um kartöflur og kaup á kjöti. Ég ætla að koma með dýrindis sósur í dós og fiskiflak. Þetta er fyrir sameiginlegan mat á laugardagskvöldið. Enginn verður formlegi kvöldmaturinn á föstudaginn og fólki er því bent á að koma með nesti (já fyrir alla helgina sko).
Lagt verður af stað í ferðina frá Langeyrarvegi 11a í Hafnarfirði stundvíslega kl. 17:00 (HAHAHA)
Tóta benti réttilega á að gefin hefur verið út stormviðvörun og fólk varað við að vera á ferð með fellihýsi. Við bjölluðum bara í veðurupplýsinga síma veðurstofunnar, sá vissi ekkert um veðrið ("nú er ekki bara vont veður á hálendinu") og bað okkur bara um að hringja á morgun:) Svo við bara fylgjumst með.

5 Comments:

At 13 júlí, 2006 15:21, Blogger Guðlaug said...

Ahh! Ég kemst ekki með - verð að vinna. Góða ferð!

 
At 13 júlí, 2006 17:42, Anonymous Nafnlaus said...

Góða skemmtu. Ætli það verði svo ekki bara brakandi blíða á skjön við veðurspána!?!

 
At 17 júlí, 2006 11:49, Blogger harpa said...

jú jú að vanda var ekkert að marka blessaða veðurspána og við undum okkur í sól og sumaryl í Kjarnaskógi ;)

 
At 17 júlí, 2006 16:12, Blogger Tóta said...

Hmmm... Þið ættuð kannski bara að þakka mér fyrir góða veðrið. Það er alltaf rigning þegar ég kem með :(
Gott að ferðin var góð!

 
At 24 október, 2006 05:20, Anonymous Nafnlaus said...

Já, MEGA!

 

Skrifa ummæli

<< Home