Allir úti um allt...

sunnudagur, nóvember 25, 2007

Árlega kalkúnaveislan!

Jæja, þá er komið að því að endurvekja þessa síðu sem samræmingar- og skipulagsmiðil Heimsborgaranna. Þar sem hópurinn er ennþá eitthvað að tvístrast um heiminn, en sameinast sem betur fer að miklu leyti um jólin, þá verðum við að reyna að finna okkur dag til að hittast og skella einum kalkúna í ofninn og spjalla og hlæja langt fram á nótt, eins og okkur einum er lagið.



Endilega komið með tillögu að stað og stund og sérstaklega hinir eiginlegu Heimsborgarar sem láta sjá sig á klakanum einhvern tíma fyrir jól, þar sem ykkar dagskrá er að öllum líkindum þétt skipuð. Hlakka til að heyra frá ykkur öllum!

9 Comments:

At 26 nóvember, 2007 02:10, Anonymous Nafnlaus said...

Ooo! Þetta verður gaman hjá ykkur. Það er nú eiginlega alveg öruggt að við komum ekki heim um jólin. Knús.

 
At 26 nóvember, 2007 10:48, Blogger Tóta said...

Víííí - líst dúndur vel á kalkúnaveislu.

Ég kem heim 21.des - seint um kvöld þannig að ég er laus 22.des og svo milli jóla og nýárs. Ég fer svo út aftur þann 7.jan 2008.

Annars legg ég til að Jóhanna og Palli komi bara víst heim um jólin!!

 
At 26 nóvember, 2007 11:40, Blogger Unknown said...

Ég legg til annaðhvort laugardaginn 22.des eða þá sunnudaginn 30.des (dagurinn fyrir gamlárs).

Hafið þið annars tekið eftir því að jólin í ár eru alveg snilldarleg. Síðan hefur minn frábæri vinnustaður ákveðið að loka milli jóla og nýárs svo að ég fæ 10 daga kærkomið frí um jólin!! Jibbíkóla.

Tek undir með Tótunni, legg til að Jóhanna og Palli skelli sér heim og leyfi okkur að kynnast erfingjanum!!!!

Góðar stundir

 
At 03 desember, 2007 17:00, Blogger Guðlaug said...

Jæja, kalkúnaveislufólk! Þá er búið að ákveða að við hittumst 22. des en hvar það verður veit nú enginn - vandi er um slíkt að spá... hehehe :D Við ætlum að láta það ráðast þegar nær dregur en önnur hvor hjónin ætla að öllum líkindum að vera svo elskuleg að bjóða okkur. Við þurfum svo bara að skipta með okkur verkum og koma með uppskriftir. Tillögur anyone? Einhver sem vill gera eitthvað eitt frekar en annað?

 
At 05 desember, 2007 11:16, Blogger Tóta said...

Hljómar ótrúlega vel - strax farin að hlakka til :)
Ég kem seint um kvöld þann 21. og fer svo í klippingu klukkan tvö þann 22. Væri því ótrúlega til í að gera eitthvað sem tekur ekki sjúklega langan tíma :s
Get til dæmis gert waldorfinn...

 
At 10 desember, 2007 18:41, Blogger Tóta said...

Jæja - þið ræðið þetta bara heima á klakanum og látið mig bara vita:)

 
At 17 desember, 2007 10:29, Blogger Sigrún Helga Lund said...

Já, gott hjá mér að kíkja á síðuna núna!! Sorrý kids, er ekkert alltof sjáiði til.

 
At 18 desember, 2007 22:51, Anonymous Nafnlaus said...

held að þú sért samt betri en ég Sigrún mín. Laugin þurfti að hringja í mig. En ég sting af á laugardaginn á skíði til Svíþjóðar svo þið verðið bara að sakna mín. En ég skíða bara á meðan þið borðið´... ég hugsa til ykkar á meðan...

 
At 18 desember, 2007 22:51, Anonymous Nafnlaus said...

harpa

 

Skrifa ummæli

<< Home