Allir úti um allt...

þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Hæsó

Hó hó krakkar mínir

Hef ekki nennt ad skrifa enn tar sem eg er ekki komin med nettengingu a tolvuna mina og tvi engir islenskir stafir. Talandi um islenska stafi - puff - glatad ad heita nafni sem byrjar a islenskum staf. Er komin med bankareikning hja Danske bank og heiti hja teim Porunn Sigurdardóttir. Halldor tyskukennari hafdi ta rett fyrir ser allan timann!

Annars er bara gott ad fretta. Eg get snuid mer i hring i herberginu og gott betur en tad svo ad tad er agætt. Tad sem er best i heimi er ad eg er 7 minutur ad labba i skolann og eg fila tad i tætlur. Svo er eg korter ad labba ut i Netto en tad verdur samt fint ad fa hjol en tad er einmitt hjolaathugunarleidangur hja okkur Gudlaugu og Svenna a laugardaginn. Geri tvi rad fyrir ad vera a fullri ferd i næstu viku - og nog er nu samt.

Kossar og knus til ykkar allra. Læt heyra meira fra mer tegar eg er ordin tengd;)

Hugsidi svo fallega til okkar Gudlaugar og Svenna a morgun - ta verdum vid i greiningu 4 allan daginn!

mánudagur, ágúst 29, 2005

Mætt í skólann!

Jæja, thá erum vid ad byrja í skólanum. Ég er ekki búin ad fara í tíma ennthá en thetta lofar gódu - sit hérna á bókasafninu sem er ca. 10 sinnum stærra en bókasafnid í VR-II! Svo er bara sól og 20 stiga hiti úti, ennthá sumar hér ;)
Vid Svenni erum flutt inn í íbúdina okkar og okkur lídur bara mjøg vel thar - eftir ad hafa málad og thrifid almennilega. Svo eins og sønnum Íslendingum sæmir erum vid búin ad fara í IKEA og kaupa okkur eldhúsbord og fleira. Eigum ørugglega eftir ad fara aftur thangad! Næst á dagskrá er ad kaupa rúm, sjónvarp og prentara. Thad er sko ýmislegt sem okkur vantar. Dótid okkar kemur thó vonandi á morgun eda hinn og thá verdur gaman :)
Látid nú heyra í ykkur, krakkalakkarnir mínir!

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Kaupmannahöfn!

Nú sit ég við tölvuna á Silkeborggade í Kaupmannahöfn og hlusta á ísbílinn hringja bjöllunni fyrir utan gluggann! Við komum hingað rétt eftir hádegið í dag og erum ekki búin að gera mikið; versla örlítið í matinn (í Aldi, Sigrún) og stelast á eitthvað þráðlaust net hérna. Vitum ekkert hvaðan það kemur en við erum allavega tengd! Ætluðum að fara að leita okkur að netkaffi, en prófuðum þetta fyrst ;) Við erum svo búin að skipuleggja morgundaginn en hann fer í að borga húsaleigu, sækja lykla, sækja um kennitölu og ýmislegt fleira. Tóta er í góðu yfirlæti hjá mágkonu sinni sem var svo góð að sækja okkur á völlinn. Alveg frábært þar sem við vorum með slatta af farangri! By the way; við tékkuðum okkur 3 saman inn og vorum alls með 7 kíló í yfirvigt og þurftum að borga fyrir 5!!! Bjánalegt, sérstaklega þar sem vélin var ekki einu sinni fullbókuð! Jæja, svona getur þetta stundum verið. Annars höfum við það fínt en okkur finnst það svolítið skrítin tilhugsun að hér munum við búa! Þið verðið bara að vera dugleg að heimsækja okkur - allir velkomnir hvenær sem er! Heyrumst fljótlega. Kveðja,
Guðlaug og Svenni Kaupmannahafnarbúar.

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Köben... here we come!!!

Jæja, allt að komast á hreint með Danmerkurdvölina okkar Svenna og Tótu. Fengum öll íbúð sama daginn og "já" í skólann! Við Svenni munum búa á Tröröd-kollegiinu í þriggja herbergja, 60 fermetra íbúð, og Tóta fékk herbergi á Prof. Östenfeld kollegiinu alveg við skólann. Þetta verður algjört brill! Við skreppum til Tótu í hádegispásunum okkar og svo kemur hún í sólbað í garðinum okkar eftir skóla ;-)
Það er ekki laust við að maður sé farinn að hlakka til!!! Svo eru vitaskuld allar heimsóknir vel þegnar og er einkaherbergi í boði fyrir þá sem koma til okkar :-)