Allir úti um allt...

laugardagur, apríl 30, 2005

Próf, próf, próf og aftur próf

Eitt búið - fjögur eftir!

sunnudagur, apríl 24, 2005

Síðasta prófatörnin að hefjast...

Já, nú er ég að fara að taka mín síðustu próf við Verkfræðideild HÍ. Og ég get ekki beðið eftir að vera búin! Þessi önn er búin að vera sú leiðinlegasta sem ég hef upplifað og mun ég því fegin fara héðan. Að sjálfsögðu er ekkert upplestrarfrí þar sem skólinn er búinn á fimmtudaginn og fyrsta prófið á föstudaginn. Þessir menn sem stjórna hérna eru ekki verkfræðingar fyrir ekki neitt!
Annars er það að frétta að ég er búin að panta mér far til Stokkhólms þann 26. maí og ætla að heimsækja litlu fjölskylduna. Við systurnar ætlum meira að segja að skella okkur á tónleika með Kent - það verður rosa stuð.
Við sem erum hér á landinu þurfum svo að hittast um leið og færi gefst. Reyndar er Tóta að fara til Afríku svo við erum ansi fá. En við getum skellt í eitt eða tvö stykki Eurovision partý, er það ekki?

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Til hamingju með afmælið Guðlaug!



Þetta er hún Guðlaug litla, sæta krútt og hún á afmæli í dag!

miðvikudagur, apríl 20, 2005

Nýjasti prinsinn

Mig langaði til að sína ykkur nýjasta prinsinn í minni fjölskyldu. Hann heitir Viktor Snær og fæddist 26. febrúar síðastliðinn, sonur systur minnar. Hann er nýfarinn að hjala og brosa, algjört æði! Mjög skrítið að hafa aldrei hitt hann og hann bara stækkar og stækkar...

laugardagur, apríl 16, 2005

Annað heimili: VR2

Gaman að segja frá því að við Guðlaug erum bara að deyja úr leiðindum í VR2

miðvikudagur, apríl 13, 2005

Lagnir eru EKKI mitt uppáhald!

Nú er ég búin að vera í skólanum í þrjá sólarhringa að teikna lagnir og loftræsikerfi í dýfingarhöll. Við erum í kúrsi sem heitir húsagerð og þar vinnum við verkefni með arkitektanemum úr Listaháskólanum. Samstarfið gengur svona upp og ofan eins og við var að búast, þar sem arkitektar og verkfræðingar eru nú ekki þekktir fyrir að vera bestu vinir! Þau eru stundum aðeins of "artí-fartí" og svo virðast þau vera aðeins kærulausari heldur en við... gaman að því! Sem sagt nóg að gera og VR-II er orðið mitt heimili númer eitt þessa dagana.

mánudagur, apríl 11, 2005

Sprauta honum í rassinn...

Já ég fór líka á aðalfund á föstudaginn og það var massastuð. Á laugardaginn var ég þreytt og svaf og á sunnudaginn fékk ég fimm sprautur í hendurnar - mikið fjör. Nú á ég ekki að geta fengið:
mýgulusótt
lifrarbólgu A og B
mænuveiki
taugaveiki
Það er nú eins gott þar sem maður er nú aldeilis að fara að leggja land undir fót! Er að vísu dálítið þreytt og vangefin í hausnum eftir þetta en það er nú ekki mikið meira en venjulega! Sem sagt fjör hjá mér um helgina.

sunnudagur, apríl 10, 2005

Helgin

Já spurt var: "Hvað var gert um helgina". Aðalfundur Stiguls var á föstudaginn og svo var djammað eftir það, það var nú bara hið fínasta djamm en jafnaðist þó ekkert við djammið í Laugardalshöllinni á laugardagskvölinu. Á laugardeginum var Norðurlandamót í hópfimleikum og svo um kvöldið var bankettið - þar komu saman fullt af snarklikkuðu fimleikafólki og Páll Óskar hélt uppi stuðinu. Einingis 10 mínútum eftir að maturinn hafði verið borinn á hlaðborðið var einn drukkinn fimleikamaður sem hélt það væri voða sniðugt að standa á höndum innan um kræsingarnar, þ.e. á hlaðborðinu sjálfu. Það var ekki lengur sniðugt þegar hann datt á allan matinn og var hent út.

föstudagur, apríl 08, 2005

Í útilegu... tralala

Jæja, það er ekki seinna vænna en að byrja að plana útileguna í sumar! Við vorum að tala um að fara í útilegu 2. helgina í júlí. Og við ætlum EKKI að elta veðurspána í þetta sinn. Veðurspár eru ekki vinir okkar :( Við förum norður í land og ekkert múður.

fimmtudagur, apríl 07, 2005

Veit ekki með ykkur en...

Nú eru þrjú atriði á dagskrá!
Í fyrsta lagi.
Þið eruð æði stelpur - nú á ég/við nýtt blogg sem ég get líka verið ódugleg að blogga á. Frábært!
Í öðru lagi.
Ég er búin með forritunarverkefnið sem ég á að skila í fyrramálið og klukkuna er einungis 22 (eða svona um það bil). Mér finnst ég alveg ótrúlega dugleg.
Í þriðja lagi.
Ég veit að ég er léleg í stafsetningu og íslensku, og ég veit líka að það fer mikið í taugarnar á nokkrum ónefndum piltum í þessum hóp en það er bara ekkert við því að gera. Ég skal vanda mig eins og ég get og bið ykkur um að skamma mig ekki. Þið hafið aðgang að þessum skrifum mínum svo þið getið bara lagað villurnar mínar sjálfir - og hananú!

Hvað voru svo margar villur í þessu bloggi?

Jæja krakkar! Þá erum við komin með blogg :)