Allir úti um allt...

miðvikudagur, október 12, 2005

Staður og stund

Jú viti menn stundin er núna en staðurinn hefur ekki enn verið uppfærður. Hver er eiginlega að sjá um þetta blogg! He he bara smá djók, en öllu gríni fylgir smá alvara - ég á sumsé heima í Hafnarfirði.

Eitt svo mjög ófyndið að það er eiginlega sprenghlæilegt (skyldi ég nú hafa skrifað þetta rétt) en það er það að ég hef verið sett í yfirlestur á einhverju plaggi í vinnunni. Þeir sem þekkja mig vel hefðu nú valið einhvern annan - haldiði ekki?

Annars er það að frétta að íbúðin okkar er svona smám saman að verða vistlegri - komið skrifborð og hillur og alls konar (eitt eða tvö orð - ég held ég þurfi að fara finna rauðu bókina hennar Ragnheiðar sem við vorum með í 3. bekk). Þar að auki hef ég komið öllum þeim snúrum sem lágu þvers og kruss um stofugólfið fyrir þar sem þær angra mig ekki - fastar á bakvið skrifborð - ég hata snúrur. Munið þið eftir WAF (wife annoyance factor) sem Davíð Þorsteins var einhvern tíman að tala um - allavegana, nú skil ég! Já og meir, Benna sem æfði með mér gaf okkur Begga heilan helling af nýtilegu dóti - alls konar gerðir af vínglösum, diska og skálar og bolla og hnífa og já bara fullts af dóti. Þakkir til Bennu - nú mega allir koma að drekka hjá okkur! Hvernær ætlið þið að mæta?

Adios amigos

laugardagur, október 08, 2005

Leti

Úff... nenni bara bókstaflega ekki að gera neitt! Nenni eiginlega ekkert að vera að blogga en ég er búin að liggja of lengi og stara út í loftið. Svo fannst mér ég líka eiginlega þurfa að segja ykkur frá því hvað partýið í gær var brilliant. Takk fyrir mig afmælisfólk. Kom ekki heim fyrr en eftir 4 og fór ekki í bæinn - og ekki þurfti ég nú að fara langa leið heim:) Vantaði bara nokkra vel valda sem dvelja erlendis í einhverri vitleysu!

Held ég snúi mér nú bara að því að gera ekki neitt.

fimmtudagur, október 06, 2005

50 ÁRA AFMÆLI!!!


Elsku Haffi og Brynhildur! Til lukku med stórafmælin ykkar í fyrradag og í dag. Ég vona ad thid hafid átt góda afmælisviku. Mér finnst frekar súrt ad missa af thessu stóra stóra afmæli. Annars segi ég bara: Góda skemmtun annad kvøld!!! Vid verdum hjá ykkur í anda ;)
P.s. Verid svo dugleg ad taka myndir!

mánudagur, október 03, 2005

Sammála síðasta ræðumanni!

Já ég ætti náttúrulega bara að skammast mín fyrir að láta ekki heyra í mér. Lifi ótrúlega áhyggjulausu lífi núna - engin heimadæmi, ekkert stress og bara TV;) Það eina sem ég hef áhyggjur af þessa dagana er af hverju Tóta getur ekki sent mér e-mail! Jæja læt það nú vera, það er nóg að gera í vinnunni svosem og fullt af áhyggjum þar. Hann Gunnar frændi hans Svenna er búinn að lána mér þrívíddar "prentara" og þetta er sjúklega kúl, er búin að leika mér að prenta út allskonar drasl og segi ekki meir svo Svenni deyi ekki úr öfund. Ég held samt að það sé eitthvað í ættinni hjá honum Svenni að eiga erfitt með útskýringar - gæti það verið?

Síðan erum við enn að reyna að koma okkur fyrir, gengur hægt en gengur þó. Vorum að fá skáp og hillur og sóttum skrifborðið mitt um helgina, gerðum samt lítið meir en bara að sækja dótið svo þar er ýmisleg ósamansett dót á víð og dreif um placið.

Skemmtileg tilviljun sem ég gæti sagt ykkur frá. Er á fjarþjálfaranámskeiði hjá ÍSÍ og fékk allskonar kennslugögn send heim. Meðal annars var diskur með allskonar videoum, fékk svo það verkefni að horfa á og gagnrýna íþróttaskóla hér og þar á landinu. Bjarkirnar voru þar sem mér fannst ýkt sniðugt, já og svo var ég bara þarna sjálf að kenna einhverju smáfólki. Skemmtileg tilviljun.

Jæja best að fá sér að borða.
Tóta - ekki gefast upp á mér, mér er alls ekkert illa við þig þó þú getir ekki sent mér e-mail!