Allir úti um allt...

fimmtudagur, júní 30, 2005

Veðurspáin lítur vel út...!!!

Á föstudag: Suðaustan 5-10 m/s og dálítil rigning eða skúrir, en úrkomulítið N-lands. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Norðurlandi.
Á laugardag: Hæg suðlæg átt og léttir víða til, en smáskúrir SV- og V-lands. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag: Norðaustanátt og rigning, einkum austantil á landinu. Hiti 7 til 17 stig, mildast SV-lands.
Það er laust pláss fyrir tvo í tjaldinu okkar. Er einhver sem hefur áhuga á að gista hjá okkur?
Svo það sé á hreinu þá ætlum við Svenni að kaupa kjöt og pylsur og pylsubrauð fyrir allan mannskapinn og fisk handa Hörpu. Tóta ætlar að koma með pyslumeðlæti, Brynhildur og Haffi sjá um kartöflur og Harpa og Beggi um grænmetið. Hver tekur sósuna? Ekki treysta mér fyrir henni ;)
Svo á ég nóg af pappadiskum og plastglösum og mér skilst að Sigrún eigi líka eitthvað af því. Svo ekki taka svoleiðis með ykkur, bara hnífapör - ekki má gleyma þeim, sælla minninga ;)
Ég verð búin í vinnunni um hádegi á morgun og þá skutlast ég til Tótu og sæki hana í vinnunni. Við skundum saman inn í Hafnarfjörð og fyllum bílinn með hústjaldi og reynum svo að troða Hörpu einhvers staðar inn á milli. Svo förum við í Hólana og sækjum enn meira dót og kannski Svenni fái að fljóta með. Svo brunum við á Hóla!!! Hlakka ýkt til ;)

mánudagur, júní 27, 2005

Já rigndu bara eins og þú getur - okkur er sama!

Tilkynning:

Þessi hópur hefur hér með eignast 9 m2 hústjald - 2ja metra hátt. Fann ekkert partítjald á rumfatalagerinn.is svo að smáaulýsingar mbl.is björguðu okkur. Við Harpa vorum að setja súlurnar saman áðan og það lítur helvíti vel út. Það verður gott að spila og syngja í því! Farin að hlakka massa-til!

miðvikudagur, júní 22, 2005

HÓLAR 2005

Jæja, þá er það ákveðið. Farið verður á Hóla!!! Rosa fjör framundan - hlakka geðveikt til ;)

Einnig vil ég bjóða ykkur öllum í útskriftarpartý mitt og Tótu á laugardagskvöldið klukkan níu, heima hjá foreldrum Tótu. Það verður megastuð!!!

þriðjudagur, júní 21, 2005

Hamingja - hamingja

Matlab-forritin eru farin að keyra hjá mér - og ég meira að segja skil smá!

Þetta kemur í staðinn fyrir flétturnar mínar fallegu sem fengu að fjúka í gær - 133 stykki og 185 gr af gervihári. Einungis smá lufsur eftir á kollinum!

mánudagur, júní 20, 2005

Velkomin heim!

Elsku Sigrún, Erling og Brynhildur Inga. Velkomin til Íslands aftur! Það var gaman að sjá ykkur í gær og við hlökkum strax til að hitta ykkur aftur, vonandi verður það sem fyrst ;)

fimmtudagur, júní 16, 2005

Í útilegu...

Jæja, er ekki ágætt að hefja umræðuna um útlegustand. Við förum fyrstu helgina í júlí nánar til tekið 1.-3.júlí, stutt í það! Og þá er bara spurningin um hvert okkur langar að fara, hverjir verða saman í tjaldi, hverjir á bíl og svo framvegis. Mig langar persónulega ekki að eyða miklum tíma í keyrslu en vitaskuld reynum við að forðast úrkomuna eins og við getum :} Það hefur nú ekki gengið nógu vel hingað til, en þetta hlýtur að fara að koma hjá okkur. Ég er allavega farin að hlakka til, veit ekki með ykkur...?
Annars erum við Svenni að fara í vinnuferð upp í bústað til mömmu og pabba um helgina. Ljúft að fá svona þriggja daga helgi. Og svo er það bara útskrift um næstu helgi!!!
Hafið það gott um helgina :) Og Haffi og Brynhildur: Góða ferð! Ég vona að það rigni ekki á ykkur ;)

þriðjudagur, júní 14, 2005

Afríkumyndir

Búin að setja nokkrar myndir inn á síðuna mína - samt nóg eftir!

föstudagur, júní 10, 2005

home sweet home!

Jæja þá er ég loksins komin heim eftir þvílíkt langt ferðalag. Þetta er búið að vera alveg geggjað en það er líka frábært að vera komin heim. Hlakka til að sjá ykkur öll sem fyrst.

fimmtudagur, júní 09, 2005

Allt nýtt

Nú er ég komin í nýja vinnu, með nýja tölvu (og get því bloggað - húrra fyrir því). Einnig hef ég fengið nýtt netfang: harpa hjá stod.is

Nú ætla ég aftur að vinna svo ég verði nú ekki rekin strax ;)