Allir úti um allt...

mánudagur, september 26, 2005

IKEA - best í heimi!

Já - enn ein Ikea ferðin að baki og nú hlýtur þetta að fara að verða komið nóg. Eins og Guðlaug sagði á blogginu sínu var önnur tívolíferðin okkar s.l. laugardag og eftir hana borðuðum við utandyra og ég náði mér í kvef. Ég lá því allan sunnudaginn í hori, tárum og aumu nefi þar sem engar búðir voru opnar þann daginn (frekar en aðra sunnudaga) og engin leið að ná sér í nefdropa og snýtipappír! Mánudagurinn (í dag) var einnig rólegur og ég ákvað að vera ekkert að hætta mér í skólann heldur halda kyrru fyrir heima. Það gekk ágætlega þangað til Helgi og Sigga komu í heimsókn því að þá hringdi Guðlaug úr Ikea og við Sigga bara urðum að kíkja þangað. Ég er því kodda, blómi, blómapotti, teppi, ruslakörfu, spegli, fjórum kertastjökum, tólf kertum, púða, verkfærasetti, tveimur kössum og fimmtíu servíettum ríkari. Ég held að ég sé búin að fara sjö ferðir í Ikea síðan ég kom hingað fyrir um mánuði síðan. Þetta getur bara ekki verið eðlilegt! Er frekar uppgefin eftir daginn og er að hugsa um að fara að skríða upp í rúm með nýja koddann minn - hann Gosa Drömma. Góða nótt vinir mínir kærir.

miðvikudagur, september 21, 2005

Danir eru fæddir á hjólum!

Ég þoli ekki þegar ég er að hjóla og gamlar kellingar í jogging-göllum taka fram úr mér! Þetta gerist bara mjög oft og iðulega er ég þá komin með vott af astma og blóðbragð í munn.

miðvikudagur, september 07, 2005

Nýjar myndir!

Hellú allir saman! Ég er búin að setja inn nýjar myndir á myndasíðuna mína - endilega kíkið. Við erum annars hérna í skólanum að reikna greiningu 4, mikið stuð hjá okkur. Hér er skipulagið þannig að það er fyrirlestur helminginn af tímanum og svo er dæmatími restina af tímanum. Er á leið í fyrirlestur núna, heyrumst seinna ;)