Allir úti um allt...

þriðjudagur, maí 31, 2005

Nýjar myndir!

Helgin var æðisleg í Stokkhólmi. Við slöppuðum af, versluðum útskriftarföt, borðuðum góðan mat og nutum þess að vera saman. Ég er búin að setja inn myndir úr ferðinni og ýmsar fleiri - njótið!

föstudagur, maí 27, 2005

Enn a lifi!

Hae elskurnar minar!
Er aldeilis ekki buin ad gleyma ykkur en internet-kaffi er ekki a hverju gotuhorni. Nei Egyptaland er miklu frumstaedara en eg gat nokkurn tima imyndad mer. Vid lifum natturlega eins og kongar og drottningar a bestu hotelunum. Her er folkid mjog gestrisid og mer finnst eg alltaf orugg. Ad visu er strakunum alltaf bodnir ulfaldar i stadinn fyrir okkur stelpurnar en enn hefur engin verid seld :) Her eru kallarnir a markadnum eins og i Asiu: special offer for you my friend! Og svo pruttar madur bara og pruttar.
I gaer komum vid aftur fra Abu Simbel sem er 40km fra Sudan. Vid keyrdum i gegnum eydimork i logreglufylgd og thad var alveg magnad. Svo stoppudum vid einhvers stadar i middle of nowhere og keyptum okkur pepsi og snakk i sjoppunni - mjog undarlegt allt.
Nilarbaturinn var algjor snilld og vid heldum natturlega fjorinu uppi fyrir hitt folkid sem var allt i eldri kantinum. Thau hofdu ord a tvi hvad vid hofdum gert ferdina skemmtilega.
Nu erum vid a fimm stjornu hoteli a eyju vid Aswan og latum grilla okkur i hitanum. Adan forum vid i siglingu upp Nil og logdumst thar a strond og syntum i anni - mislangt tho! A sunnudaginn holdum vid svo til Kenya i regntimabilid!

Hlakka til ad sja ykkur oll aftur og hafid thad sem allra best!

P.S
Erling til hamingju med afmaelid!

P.P.S
Eg er buin ad na ollum profunum hingad til svo ad eg er ad fara ad utskrifast!!! - Gudlaug, massaparti hja okkur! A bara eftir ad fa eina einkunn, i vega og flug, en efast um ad eg falli i thvi - bar svo aegilega vel a bakid a Thorsteini i fyrradag!!!

miðvikudagur, maí 25, 2005

Afmælisbarn dagsins... Erling!


Ég vil óska honum Erling okkar innilega til lykke med födselsdagen! Hafðu það gott á afmælisdaginn ;)

laugardagur, maí 14, 2005

Búið... vonandi!

Jæja, þá er síðasta prófinu lokið - vonandi! Þetta var svo drullu erfitt að það eru bara töluverðar líkur á að maður verði að endurtaka leikinn í haust. Ekkert smá fúlt að enda svona og líka þegar útskrift er í húfi. En nú er komið að afslöppun! Við Svenni ætlum að fara upp í Sveðjukot á morgun og verðum fram á þriðjudag. Og svo hefst vinnan. Að lokum vil ég óska Brynhildi og Tótu góðrar ferðar og til hamingju með próflokin allir sem voru að klára :) Tóta, þú verður að vera dugleg að blogga á meðan þú ert úti svo við vitum að þú sért á lífi!!!

föstudagur, maí 13, 2005

Þrauk.is

Jæja - síðasta prófið á morgun - ég hlýt að þrauka.

...hmm - þrír dagar í Afríku - ég þrauka!

fimmtudagur, maí 12, 2005

Kvef

Gott múf hjá mér að fá kvef rétt fyrir síðasta prófið og 5 dögum áður en haldið er til Afríku! Nú er bara eins og einhver sitji ofan á bringunni á mér til þess að ég fái örugglega ekki að draga andann- frekar mikið bögg:(

þriðjudagur, maí 10, 2005

Eitt próf eftir...

Jæja, þá er bara eitt próf eftir hjá mér og Tótu í Háskóla Íslands! Við höfum mikið verið að ræða hvernig verður næsta vetur hjá okkur í DTU. Þar er víst vinnudagurinn frá 8 til 17 og svo er maður bara búinn. Hlakka mikið til að prófa það :) Annars fórum við nokkrar skvísur úr bekknum í Kringluna í gær og keyptu þær ýmislegt sem þarf að hafa með sér í Afríku: sólhatt, sólgleraugu, sandala og klósettpappír!!! Já, þeim hefur verið ráðlagt að hafa alltaf með sér klósettpappír. Þetta verður örugglega æðisleg upplifun hjá þeim, en þau eru að fara að skoða pýramídana á þriðjudaginn! Mér finnst pínu leiðinlegt að vera ekki að fara með en ég með allt mitt ofnæmi og útbrot er líka pínu fegin að vera ekki að fara.

sunnudagur, maí 08, 2005

Tónleikar í Stokkhólmi

Eftir tæpar 3 vikur fer ég á tónleika í þessu tjaldi!

Þetta er stærsta tjald sem reist hefur verið í Svíþjóð og tekur 20.000 manns!!! Þetta verður útilega í lagi ;)

laugardagur, maí 07, 2005

Tvö próf eftir!

Og þarna verð ég eftir þrjár vikur:

miðvikudagur, maí 04, 2005

þetta líður

já og þá eru 3 eftir. En by the way ég verð þarna eftir 2 vikur

mánudagur, maí 02, 2005

Oj...

...þetta er ekki lengur spurning um að langa að deyja!