Vitleysingarnir í Köben fá heimsókn!
Já, við vorum svo heppin að hann Haffi okkar kom hingað til Köben í vinnuferð í apríl. Við náðum sem betur fer aðeins í skottið á honum og fórum flott út að borða - fengum emúa, kengúrur, naut og miiiiiikið súkkulaði, nánast deadly!! Svo var nóg af dýrindis vínum til að skola þessu öllu niður. Frábært kvöld í alla staði!

Hópurinn að gæða sér á "Death by Chocolate"!


Við stelpurnar alveg að missa okkur í gleðinni!


Strákarnir tóku þessu hins vegar með stakri ró.
